Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Sjófiskur
14.1.2009 | 21:02
Nú skrapp ég og heimsótti fólkið í Sjófisk. Var þetta bara hin skemmtilegasta ferð, fór nú líka í þeim tilgangi að kíkja á Bakvörðinn (stimpilkerfi). Þarna fékk maður nú svoldin fiðring í puttana með að fara í galla og taka til hendinni, var nú slorkelling hér áður en ég gerðist bókahaldskelling hehe. Takk fyrir mig góða fólk. Þetta var bara gaman. Nonni og Dóri voru nú góðir í að klæmast og svo kom Tryggvi og fór eitthvað að skipta sér af hehe nei nei bara grín. Set nokkrar myndir af ykkur inn.

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungur herramaður
13.1.2009 | 19:00
Nú bættist aðeins við í Nordicseafjölskylduna þegar Elías varð pabbi þann 6 janúar. Fæddist honum ungur herramaður. Var hann rúmir 14 merkur. Óskum við þeim ynnilega til hamingju.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundur með NordicSea
11.1.2009 | 22:01
Á laugardag var haldinn fundur með Starfsfólkinu á Kaffi Reykjavík. Mættu 20 manns og voru hlutir ræddir og Guðlaugur sagði frá stöðu mála. Síðan fengum við góðan mat og vorum í frábærum félagsskap. Þetta var frábært kvöld í alla staði Takk fyrir mig
Set inn myndasafn undir yfirskriftinni Hvar er Óli.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)