Sjófiskur
14.1.2009 | 21:02
Nú skrapp ég og heimsótti fólkið í Sjófisk. Var þetta bara hin skemmtilegasta ferð, fór nú líka í þeim tilgangi að kíkja á Bakvörðinn (stimpilkerfi). Þarna fékk maður nú svoldin fiðring í puttana með að fara í galla og taka til hendinni, var nú slorkelling hér áður en ég gerðist bókahaldskelling hehe. Takk fyrir mig góða fólk. Þetta var bara gaman. Nonni og Dóri voru nú góðir í að klæmast og svo kom Tryggvi og fór eitthvað að skipta sér af hehe nei nei bara grín. Set nokkrar myndir af ykkur inn.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.